-
vínandi & dalaostar
Flestum kemur rauðvín í hug þegar velja á vín með ostum. Eflaust rekja það til þess að ostar koma oft á eftir aðalréttinum en á undan ábætisréttinum og er þá gjarnan rauðvín í glösunum. Með hvítmygluostum er öruggara að velja sér hvítvín sem yfirgnæfir ekki mildu og ljúfu eiginleika ostsins en einnig hjálpar ferskleiki og sýra til að lyfta bragði ostsins.
Óheppileg pörun á vínum og ostum getur skemmt bragðupplifunina. Besta pörunin er þegar bæði vínið og osturinn halda bragðeinkennum sínum, ef samsetningin dregur það besta fram í hvoru tveggja þá er það aukabónus.
Hvítmygluostar fara vel með þurru eða hálfsætu hvítvíni. Einnig rauðvínum sem eru óeikuð, létt og ávaxtakennd eða þurru og góðu freyði- eða kampavíni.
Blámygluostar fara sérlega vel með sætum desert vínum og því kröftugri sem þeir eru, þá er gott að para með styrktum vínum t.d. portvínum og sérrí.
Hvítvín með miklum eikarkeim henta almennt ekki vel með hvítmygluostum og sömuleiðis eru rauðvín með mikið tannín, kryddi og kröftugum ávexti ekki alltaf heppileg.
Ostar innihalda sýru, salt og fitu og allt hefur þetta áhrif á vínvalið, auk þess sem bragðkrafturinn hefur mikið að segja.
Bjór getur líka passað vel með ostum. Léttir bjórar og ferskir henta vel með ostum sem eru ekki of bragðsterkir. T.d. Dala Brie, Camembert eða Dala Auður passa sérlega vel með mildari bjórum eins og hveitibjór eða Pale Ale.
Fyrir þá sem aðhyllast dekkri bjór eins og maltbjór er tilvalið að fá sér bragðmeiri osta eins og til dæmis Dímon eða Ljót.
-
Hvítvín & dalaostar
Sauvignon Blanc Riesling þurrt Chablis Eikað Chardonnay Pinot Gris Gewurztraminer Riesling sætt Dala-brie ** ** * ** *** ** Gullostur ** ** ** * ** ** *** Hvítur kastali *** ** ** * *** *** *** Stóri dímon ** ** ** ** *** *** Gull gráðaostur * * * ** ** *** -
rauðvín & dalaostar
Bourgogne Bordeaux Chianti Eikað Chardonnay Cabernet Sauvignon Merlot Shiraz Dala-brie *** ** *** *** * * Gullostur ** ** *** ** ** ** * Hvítur kastali ** ** *** * ** ** Stóri dímon ** ** *** ** ** * -
bjór & dalaostar
Léttur bjór Dökkur & seiðandi Dala-brie *** * Camembert *** * Dala Auður *** * Gullostur *** * Stóri Dímon * *** Ljótur * ***
Ostaframsetning.