Dalirnir

Ostaframsetning.

 • Ostar

  Ostar sem eiga sérlega vel saman á ostabakkanum:

  • Dala-brie, hvítur Kastali, Búri, Óðalsostur, Gullostur og Gráðaostur
  • Bónda-brie, Camembert, Maribó með kúmeni, blár Kastali og Stóri Dímon
  • Dalahringur, blár Höfðingi, kryddaður Havarti, Ísbúi og gráðaostur 

  Borðið ostana í þeirri röð sem þeir eru taldir upp hér fyrir ofan, þ.e. byrjið á þeim bragðmildustu og endið á þeim bragðmestu til að hafa bragðlaukana sem móttækilegasta. Því þroskaðri sem ostarnir eru því bragðmeiri eru þeir.

 • Sætt

  Sulta og vínber eru eitt vinsælasta meðlætið á ostabakkann, en ekki endilega það hentugasta sérlega ef vín er haft með. Annað meðlæti sem gott er að hafa með er t.d.  epli, þurrkaðir ávextir, hunang, púrtvínssoðnar perur, sérrí- og rúsínuhlaup, síróp, chili sulta, grillaðar paprikur, sólþurrkaðir tómatar, ætiþistlar og margt fleira.

 • Margir borða ostana eintóma og þurfa ekki brauðmeti með, á meðan aðrir kjósa kex eða brauð undir. Til eru ótalmargar tegundir af ostakexi og bragðstyrkt með kryddum eða berjum, úr höfrum eða hveiti, reykt eða saltað. Yfirleitt er eini tilgangurinn með ostakexi að ferja ostinn af bakka og upp í munn. Gott er að hafa í huga að einfaldleikinn er bestur til að osturinn nái að njóta sín. Hnetur og fræ geta líka verið ljúffeng viðbót.

  Eitthvað
  Stökkt

 • Mygluostar í eðli sínu eru fremur saltir og gott er að fara varlega í salta viðbót og um að gera að prófa sig áfram. Dæmi um eitthvað salt og kryddað getur verið stökkt sellerí, gott kryddchutney, pickles eða ólífur.

  Eitthvað
  Salt & kryddað

á ostabakkann

Þegar ostur er skorinn á ostabakka þarf að hafa í huga lagið á honum. Þessar tillögur hér eru til þess ætlaðar að hámarka bragðgæði hvers bita.

í matargerð

Mygluostar eru þægilegir á pizzuna, samlokuna eða í ýmsa rétti. Þessar tillögur eru til þess að tryggja bestu nýtinguna á ostinum við matargerð.

ostahnífar

Þegar ostar eru bornir fram á að hafa sérhníf í hverjum osti svo þeir mengist ekki hver af öðrum. Hnífarnir eru ólíkir og þjóna misvel hverri tegund.

 

Hnífar sem hafa göt á blaðinu henta best í að skera rjómakennda og mjúka osta. Götótta blaðið dregur úr líkum þess að osturinn festist við. Stutt og stíf blöð á hnífum henta vel í harða osta.

 • hefðbundinn

 • rjóma-
  kenndur

 • mjúkur

 • mjög harður

 • harður

 • gaffall

 • vínandi & dalaostar

  Flestum kemur rauðvín í hug þegar velja á vín með ostum. Eflaust rekja það til þess að ostar koma oft á eftir aðalréttinum en á undan ábætisréttinum og er þá gjarnan rauðvín í glösunum. Með hvítmygluostum er öruggara að velja sér hvítvín sem yfirgnæfir ekki mildu og ljúfu eiginleika ostsins en einnig hjálpar ferskleiki og sýra til að lyfta bragði ostsins.

  Óheppileg pörun á vínum og ostum getur skemmt bragðupplifunina. Besta pörunin er þegar bæði vínið og osturinn halda bragðeinkennum sínum, ef samsetningin dregur það besta fram í hvoru tveggja þá er það aukabónus.

  Hvítmygluostar fara vel með þurru eða hálfsætu hvítvíni. Einnig rauðvínum sem eru óeikuð, létt og ávaxtakennd eða þurru og góðu freyði- eða kampavíni.

  Blámygluostar fara sérlega vel með sætum desert vínum og því kröftugri sem þeir eru, þá er gott að para með styrktum vínum t.d. portvínum og sérrí.

  Hvítvín með miklum eikarkeim henta almennt ekki vel með hvítmygluostum og sömuleiðis eru rauðvín með mikið tannín, kryddi og kröftugum ávexti ekki alltaf heppileg.

  Ostar innihalda sýru, salt og fitu og allt hefur þetta áhrif á vínvalið, auk þess sem bragðkrafturinn hefur mikið að segja.

  Bjór getur líka passað vel með ostum. Léttir bjórar og ferskir henta vel með ostum sem eru ekki of bragðsterkir. T.d. Dala Brie, Camembert eða Dala Auður passa sérlega vel með mildari bjórum eins og hveitibjór eða Pale Ale.

  Fyrir þá sem aðhyllast dekkri bjór eins og maltbjór er tilvalið að fá sér bragðmeiri osta eins og til dæmis Dímon eða Ljót.

 • Hvítvín & dalaostar

    Sauvignon Blanc Riesling þurrt Chablis Eikað Chardonnay Pinot Gris Gewurztraminer Riesling sætt
  Dala-brie   ** ** * ** *** **
  Gullostur ** ** ** * ** ** ***
  Hvítur kastali *** ** ** * *** *** ***
  Stóri dímon ** ** **   ** *** ***
  Gull gráðaostur * * *   ** ** ***
 • rauðvín & dalaostar

    Bourgogne Bordeaux Chianti Eikað Chardonnay Cabernet Sauvignon Merlot Shiraz
  Dala-brie *** ** *** *** * *  
  Gullostur ** ** *** ** ** ** *
  Hvítur kastali ** ** *** * ** **  
  Stóri dímon ** ** *** ** ** *  
 • bjór & dalaostar

    Léttur bjór Dökkur & seiðandi
  Dala-brie *** *
  Camembert *** *
  Dala Auður *** *
  Gullostur *** *
  Stóri Dímon * ***
  Ljótur * ***
Veljið víntegund

Uppskriftir

Gjafahugmyndir

Gott að vita

Þegar borða á ost

Bestir eru ostarnir þegar þeir eru látnir standa í 1 – 2 klst. í stofuhita áður en þeir eru borðaðir.
Gott er að byrja á bragðmildustu ostunum og enda á þeim bragðmestu til að hafa bragðlaukana sem móttækilegasta. Því þroskaðri sem ostarnir eru því bragðmeiri eru þeir.

Þroskastig á mygluostum
1 – 5 vikur, mildur
6 – 9 vikur, þroskaður
10+ vikur, bragðsterkur

Þegar bornir eru fram ostar ásamt smjöri , brauði, ávöxtum og grænmeti og osturinn er aðalatriðið þá er gert ráð fyrir 200 – 250 grömmum af osti á mann.
Ef osturinn er borinn fram sem ábætir er passlegt að reikna með u.þ.b 70 – 75 grömmum á mann. Ef ostur er á borðum með öðrum réttum, til dæmis í hádegis eða morgunmat er gert ráð fyrir 75 – 100 grömmum á mann.

Þegar geyma á ost

Feita osta er hægt að frysta með góðu móti með því að pakka þeim inn í dagblaðapappír utan um ostaumbúðirnar. Fituminni ostar eiga það til að molna þegar þeir eru þíddir, þá er tilvalið að nota til matargerðar.
Ostar eru best geymdir neðarlega í kæliskápnum í umbúðum sem hlífa þeim við því að taka í sig bragð en þeir geta auðveldlega tekið í sig bragð af t.d.:

 • Óinnpakkað grænmeti
 • Lyktsterka ávexti (t.d. appelsínur)
 • Reykt matvæli
 • Bragðmikil matvæli (t.d. síld og hákarl)
 • Lyktsterk efni (t.d. sápu)

Bragðsterka osta er nauðsynlegt að geyma í þéttum umbúðum til þess að hið sterka bragð komist ekki í önnur matvæli.
Frysta má alla mygluosta. Gæta skal þess að þeir hafi náð æskilegu þroskastigi áður þar sem þeir þroskast ekki eftir frystingu. Best er að láta ostinn þiðna í kæliskáp í einn dag en annars í 6 tíma við stofuhita. Geymsluþol hans er þá styttra en geymsluþol osts sem hefur aldrei frosið.
Heila osta má geyma í nokkrar vikur í umbúðum söluaðila. Gættu þess að skaða ekki skorpu eða plasthimnu. Eftir opnun umbúða er best að láta ostinn í þéttar plastumbúðir.
Geymsluþol osta er mismunandi. Þeir eru merktir með best fyrir/síðasta neysludegi en í flestum tilvikum endast þeir nokkuð lengur en dagsetningin segir til um.